Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   lau 09. desember 2023 12:45
Aksentije Milisic
Sjóðheitur Bowen í hóp með Aguero og Van Persie
Bowen lyftir Sambandsdeildartitlinum.
Bowen lyftir Sambandsdeildartitlinum.
Mynd: EPA

Jarrod Bowen, sóknarmaður West Ham, hefur átt mjög gott tímabil með Hömrunum til þessa en hann skoraði eitt mark í 1-2 útisigrinum á Tottenham Hotspur í miðri viku.


Þetta var sjöundi útileikurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni sem Bowen skorar í og nú er hann mættur í góðra manna hóp. Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa náð þessum áfanga en það eru Bowen, Sergio Aguero og Robin van Persie.

Aguero náði sjö leikjum í röð líkt og Bowen en Hollendingurinn Robin van Persie á metið sem eru níu leikir í röð.

Flottur áfangi hjá Bowen og spurning hvort kappanum takist hreinlega að bæta met Persie. West Ham er í fínum málum í deildinni í níunda sætinu og þá er liðið í fullu fjöri í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner