Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. janúar 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Flynn: Aldrei vonbrigði þegar Newport er í sjónvarpinu
Mynd: Getty Images
Michael Flynn, knattspyrnustjóri D-deildarliðsins Newport County, var svekktur og stoltur eftir tap gegn Brighton fyrr í kvöld.

Lærisveinar Flynn eru þekktir fyrir að gera vel í bikarkeppnum og komust þeir hársbreidd frá því að slá Brighton úr leik í kvöld.

„Ég er mjög stoltur af strákunum. Það er sorglegt að tapa svona en við ættum að vera virkilega stoltir af þessari frammistöðu," sagði Flynn.

„Eftir jöfnunarmarkið í uppbótartíma trúðum við því að þetta gæti verið okkar kvöld. Áhorfendur verða aldrei fyrir vonbrigðum þegar Newport County spilar við stóru strákana í sjónvarpsleikjum!"

Newport gerði jöfnunarmark á lokasekúndum uppbótartímans og eftir markalausa framlengingu var farið í vítaspyrnukeppni. Þar gekk mönnum illa að skora, heimamenn gerðu aðeins 3 mörk úr 7 tilraunum og gestirnir 4.

„Það var eins og enginn hafi viljað vinna vítaspyrnukeppnina! Það verður að gefa markverðinum þeirra mikið hrós, sérstaklega fyrir ótrúlega vörslu í fyrsta vítinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner