Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. janúar 2022 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonin varð að veruleika - „Gaman að fá að máta sig við þessi lið"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Alex er með A-landsliðinu sem mætir Úganda á miðvikudag.

Alex á að baki þrjá A-landsleiki, fyrsti leikurinn var 2019 og svo spilaði hann tvo leiki í janúar 2020. Alex er 22 ára miðjumaður sem uppalinn er í Álftanesi og Stjörnunni.

Sjá einnig:
Spenntur að vinna með Túfa - „Mun smellpassa í Öster-umhverfið"

Hvernig líst þér á þetta verkefni?

„Þetta er frábært verkefni að fá að taka þátt í og skemmtilegt að fá að mæta liðum eins og Suður-Kóreu og Úganda sem maður sér ekki mikið af og veit ekki alveg hver styrkleikinn er. Það er gaman að fá að máta sig við þessi lið, það er oft þannig að lönd frá öðrum heimsálfum spila öðruvísi fótbolta og það verður bara gaman að spila við þessi lið, sjá hvað þau geta og sjá hvort við getum ekki unnið þessa leiki og byrjað þetta ár almennilega," sagði Alex.

Kom þér á óvart að vera í þessum hóp?

„Já og nei, mig langar auðvitað alltaf að vera í landsliðinu og það er mikill heiður. Ég er búinn að standa mig vel undanfarið og vonaðist klárlega eftir því að fá kallið. Svo var það raunin og maður er bara sáttur með það," sagði Alex.

Hér að neðan er viðtal við Alex sem tekið var við hann í síðustu viku.
Græddi á því að hafa verið pirraður og fúll - „Varð sætara fyrir vikið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner