Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. mars 2020 23:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leið Nagelsmann - Úr meiðslum í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar
Nagelsmann fagnar því að hafa komið Leipzig í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Nagelsmann fagnar því að hafa komið Leipzig í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Nagelsmann fagnar marki í kvöld.
Nagelsmann fagnar marki í kvöld.
Mynd: Getty Images
Hinn 32 ára gamli Nagelsmann tók við Leipzig í fyrra.
Hinn 32 ára gamli Nagelsmann tók við Leipzig í fyrra.
Mynd: Getty Images
Nagelsmann tók við Hoffenheim 2016 eftir að hafa gert U19 lið félagsins að meisturum í fyrsta sinn.
Nagelsmann tók við Hoffenheim 2016 eftir að hafa gert U19 lið félagsins að meisturum í fyrsta sinn.
Mynd: Getty Images
Nagelsmann var efnilegur leikmaður áður en meiðsli settu strik í reikninginn.
Nagelsmann var efnilegur leikmaður áður en meiðsli settu strik í reikninginn.
Mynd: Getty Images
'Julian sagði einu sinni að hann vill þjálfa eitt af stærstu liðum Evrópu og vinna stóra titla. Ég efast ekki um í eitt andartak að hann muni afreka það
'Julian sagði einu sinni að hann vill þjálfa eitt af stærstu liðum Evrópu og vinna stóra titla. Ég efast ekki um í eitt andartak að hann muni afreka það
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, varð í kvöld yngsti þjálfari sögunnar til að vinna útsláttareinvígi í Meistaradeild Evrópu. Hann er aðeins 32 ára. „Þetta er frábært augnablik í sögu félagsins og fyrir mig sem þjálfara," sagði Nagelsmann eftir 3-0 sigur á Tottenham (samanlagt 4-0) í 16-liða úrslitum keppninnar.

„Það er erfitt að ná fullkomun í fótbolta því þú gerir alltaf einhver mistök. En við stjórnuðum báðum leikjunum í þessu einvígi. Ef við hefðum ýtt aðeins meira þá hefðum við getað skorað meira. En það er allt í lagi, ég er sáttur við 3-0."

Ferill Nagelsmann er áhugaverður. Raphael Honingstein skrifar grein um þennan efnilega þjálfara í The Athletic í gær. Nagelsmann gat ekki spilað sem atvinnumaður í fótbolta út af meiðslum. Hann gat aldrei spilað meistaraflokksbolta, þó efnilegur hafi verið, út af meiðslum.

Nútímamiðvörður sem mótaði leik sinn eftir Terry
Christian Traesch, fyrrum liðsfélagi Nagelsmann, rifjar upp við Honingstein þegar núverandi þjálfara Leipzig var sagt frá því að hann myndi líklega ekki spila fótbolta að atvinnu. „Ég man að hann horfði á mig og sagði, 'Ef ég get það ekki sem leikmaður, þá verð ég bara þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni í staðinn'."

Nagelsmann afrekaði það árið 2016 þegar hann varð sá yngsti í sögunni til að vera ráðinn aðalþjálfari af félagi í þýsku úrvalsdeildinni. Hoffenheim réð hann til starfa er liðið var í mikill fallbaráttu.

Sem leikmaður þótti hann mjög góður og notar hann mikið af því sem hann lærði sem leikmaður í þjálfaraaðferðafræði sinni. Nagelsmann fæddist í Bæjaralandi og fimmtán ára samdi hann við 1860 München, næst stærsta félaginu á því landsvæði. Nagelsmann var hávaxinn miðvörður sem var einnig góður á boltann og var hæfileikaríkur í því að senda frá sér.

Nagelsmann var góður í skóla, þó að hann hafi ekki lagt mikið á sig. „Hann gat náð hámarksárangri með minnstu vinnu því að hann gat hlustað og mundi það allt," segir Traesch. „Hann var gríðarlega klár gaur."

Nagelsmann grínaðist mikið og hann gat meira að segja gert grín að kennurum án þess að komast í klandur. Hann er það sjarmerandi einstaklingur.

Í búningsklefanum fylgdist hann vel með. „Hann var mikill grínisti, en vissi á hvaða stundu hann ætti að taka hlutina alvarlega," segir Benjamin Kauffmann, annar fyrrum unglingaliðsleikmaður 1860 München. „Hann hlustaði vel á þjálfarann og tók það allt inn sem hann sagði. Vegna þess hve einbeittur þá leysti hann vandamál áður en þau birtust. Ég sá hann eiginlega aldrei fara í tæklingu. Hann var alltaf á réttum stað, með nægan tíma til að vinna boltann. Hann var með sjálfstraust og gat gargað á liðsfélagana úr öftustu línu."

Á sínum yngri árum reyndi Nagelsmann að móta leik sinn eftir John Terry, fyrrum fyrirliða Chelsea.

Áfall eftir að ferlinum lauk
Stuttu eftir að leikmannaferlinum lauk formlega þá varð Nagelsmann fyrir því áfalli að missa föður sinn. Faðir hans, Erwin, lést 56 ára að aldri eftir stutta baráttu við veikindi.

Traesch segir: „Við reyndum að hjálpa honum eins og við gátum með því að vera til staðar fyrir hann, en það var erfitt. Hvernu tekstu á við svona atburð. Það er í rauninni ekki hægt."

Vinir Nagelsmann, Kauffmann og Traesch, telja að Nagelsmann hafi fullorðnast hraðar en jafningjar hans eftir að hann missti föður sinn, það hafi neytt hann til þess. „Hann var alltaf þroskaðari en flestir, en hann þurfti að taka á sig meiri ábyrgð í fjölskyldu sinni og það hafi stór áhrif á þróun hans," segir Kauffmann. „Það kemur lítið á óvart að hann náði miklum árangri svo fljótt í þjálfun. Að þjálfa er að takast á við fólk. Vegna vonbrigðanna og sársaukans sem hann hafði orðið fyrir þá hafði hann þá sjaldgæfu getu að geta tengt við tilfinningar leikmanna."

Leikmenn í fallbaráttu að spila fótbolta
Miklar gáfur, stór persónuleiki og sterk tilfinningaleg tenging við leikmenn er eitthvað sem gerði Nagelsmann einstakan. Nagelsmann byrjaði á því að njósna um andstæðinga fyrir varalið Augsburg og þar kynntist hann Thomas Tuchel, núverandi þjálfara Augsburg. Árið 2010 fór hann til Hoffenheim þar sem hann þjálfaði í akademíunni. Hann varð fljótt þjálfari U16 liðsins og vann sig upp í að þjálfa U19 liðið. Undir stjórn Nagelsmann vann U19 liðið sinn fyrsta meistaratitil árið 2014.

„Meistaratitillinn styrkti trú okkar á honum, en það var ekki það mikilvægt," segir Alexander Rosen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hoffenheim. „Við vissum það áður að hann væri stórkostlegur. Við höfðum séð það frá upphafi að hann var sérstakur. Hann er hávær, mikil félagsvera og mjög fyndinn. Hann smitar frá sér, hann er frábær. Hann fær liðið og allt starfsfólk félagsins til að trúa á hans hugmyndir. Um leið og hann stígur inn í herbergi þá veistu að hann er þarna."

Rosen lýsir Nagelsmann sem einstaklingi sem sé með „þráhyggju fyrir smáatriðum" og skarti „ótrúlegri þekkingu á leiknum."

Einhverjir vildu meina að það væri einfaldlega bara auglýsingabrella þegar Hoffenheim réði Nagelsmann sem þjálfara aðalliðsins í fallbaráttu á miðju tímabili 2016. Rosen segir það fjarri lagi, hann hafi starfað hjá Hoffenheim í sex ár og menn hjá félaginu verið vissir um hans hæfni. Það var alltaf planið hjá Hoffenheim að gefa honum stöðuhækkun, það gerðist bara fyrr en áætlað var.

„Sumum fannst að það væri klikkun að ráða þjálfara sem hefði aldrei þjálfað aðallið og það væri hætta á að það myndi skaða hans feril. Julian, hins vegar, fór inn í fallbaráttuna mjög slakur og mjög ánægður, hann sagði leikmönnunum að aðalatriðið væri ekki 'að berjast meira' heldur að 'spila meiri fótbolta'."

Undir stjórn þjálfara sem var ekki einu sinni orðinn þrítugur náði Hoffenheim að bjarga sér og tímabilið eftir, á hans fyrsta heila tímabili, náði liðið fjórða sæti í þýsku úrvalsdeildinni. Nagelsmann var gríðarlega metnaðarfullur og langaði að berjast um meistaratitilinn. „Sumum fannst hann óraunhæfur, en hann vildi ýta leikmönnunum áfram," segir Rosen.

Kennarinn Nagelsmann
Nagelsmann er mikill nörd þegar kemur að taktík og fiktar með nýja tækni í þjálfun, eins og risaskjái og dróna á æfingasvæðinu. En hvernig hann starfar, það er af gamla skólanum og er hann mikill kennari.

Hann getur útskýrt fyrir leikmönnum hvað þeir gera rétt og rangt, og gefur þeim lausnir. Allir leikmenn vita hvað þeir eiga að gera hjá honum. Serge Gnabry, sem hefur slegið í gegn hjá Bayern München, segist hafa bætt sig mikið undir stjórn Nagelsmann hjá Hoffenheim.

„Ég hafði heyrt að hann bætir leikmenn og það var það sem gerðist við mig," útskýrir Gnabry. „Hann ýtti alltaf á mig. Alltaf. Hann sagði, 'Serge, þú verður að gera meira. Þú getur gert svo mikið. Þú verður að stjórna leiknum meira. Þú verður að ýta meira á hlutina'. Hann gaf mér mikla endurgjöf og æfingarnar voru alltaf frábærar. Hann sýndi mér margar mismunandi stöður á myndbandi, og sagði mér að taka hlaup á milli og fyrir aftan línurnar í staðinn fyrir að koma djúpt. Hann breytti hugsun minni á leiknum og kenndi mér að greina minn leik mikið meira."

Einn besti eiginleiki Nagelsmann er að lesa í leiki. Til dæmis er nefndur leikur gegn Bayern München síðasta september sem endaði 1-1. Leipzig var yfirspilað í fyrri hálfleik, en í hálfleik tók Nagelsmann út af vængbakvörð fyrir miðjumann og breytti í fjögurra manna varnarlínu. Leipzig varðist hærra á vellinum og setti meiri pressu á boltann. Þeir voru á endanum óheppnir að vinna ekki.

„Það tekur hann ekki langan tíma að átta sig á mynstrum leiksins og svæðunum sem birtast - og það sem er mikilvægara þá er hann fær um að breyta hlutunum og nota hugmyndir sem lið hans hefur æft vikuna áður. Hann er allur pakkinn," segir Rosen.

Fyrsti titill hans í þýsku úrvalsdeildinni er ólíklegur á þessu tímabil vegna mjög góðs gengi Bayern München að undanförnu, en ferill hans sem þjálfari mun óhjákvæmilega veita honum dýrð sem honum sem honum var neitað um sem leikmaður.

Rosen segir: „Julian sagði einu sinni að hann vill þjálfa eitt af stærstu liðum Evrópu og vinna stóra titla. Ég efast ekki um í eitt andartak að hann muni afreka það."

Greinina má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner