fös 10. mars 2023 15:15
Elvar Geir Magnússon
Ákvörðun Firmino kom Klopp á óvart
Mynd: EPA
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir það hafa komið sér á óvart að Roberto Firmino hafi ákveðið að yfirgefa félagið eftir tímabilið. Átta ára veru brasilíska framherjans á Anfield lýkur þegar samningur hans við félagið rennur út í júní.

Firmino hafði verið í viðræðum við Liverpool um nýjan samning þegar hann tók þá ákvörðun að færa sig um set.

„Þetta kom mér að einhverju leyti á óvart. Þetta gat farið í tvær leiðir, þetta er hans ákvörðun og ég virði hana. Þetta hefur verið langt samband og þetta er fullkomlega eðlilegt," segir Klopp.

Firmino skoraði sjö mörk í þrettán úrvalsdeildarleikjum fyrir HM en meiddist á kálfa sem hélt honum frá keppni í tvo mánuði. Spiltími hans hefur verið takmarkaður undanfarnar vikur og hann færst aftar í goggunarröðina með tilkomu Cody Gakpo og Darwin Nunez.

Firmino kom inn af bekknum og skoraði sjöunda og síðasta mark Liverpool í 7-0 slátruninni gegn Manchester United. Það var 108. mark hans í 354 leikjum fyrir Liverpool.

„Ég elskaði móttökurnar sem hann fékk þegar hann kom inn gegn United. Hann hefur sagt mér að hann vilji kveðja á farsælan hátt. Það er enginn tími fyrir kveðjustund núna, við bíðum með það þar til tímabilið er búið. Það verður sungið um hann áfram meðal stuðningsmanna þegar hann verður farinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner