Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 10. mars 2023 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Bayern á toppinn eftir sigur á Duisburg
Kvenaboltinn
Bayern München er komið í toppsæti þýsku deildarinnar eftir að hafa unnið Duisburg 4-0 í kvöld.

Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði í vörn Bayern í dag en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á bekknum.

Bayern var einu marki yfir í hálfleik en gerði síðan út um leikinn í þeim síðari með þremur mörkum.

Karólína Lea kom inná sem varamaður á 78. mínútu leiksins en Bayern er nú komið í toppsæti þýsku deildarinnar með 37 stig, einu stigi meira en Wolfsburg.

Wolfsburg mætir Bayer Leverkusen á sunnudag og getur þá endurheimt toppsætið.
Athugasemdir
banner