Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. mars 2023 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik fær varnarmann með mjög öfluga ferilskrá (Staðfest)
Toni Pressley.
Toni Pressley.
Mynd: Getty Images
Breiðablik hefur gengið frá samningi við varnarmann frá Bandaríkjunum sem er með gríðarlega flotta ferilskrá.

Hún heitir Toni Pressley og er 33 ára gömul. Hún spilaði síðast með Orlando Pride og var þar samherji Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur um nokkurt skeið.

Pressley byrjaði feril sinn í Florida State háskólanum og fór þaðan í bandarísku atvinnumannadeildina. Hún á mikinn fjölda leikja í þessari sterku deild með ýmsum liðum, en hún hefur einnig spilað í Ástralíu og Rússlandi á sínum ferli.

Pressley, sem spilaði mikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna, hefur leikið með Orlando frá 2016 en hún sneri til baka á völlinn árið 2019 eftir að hafa sigrað baráttu við brjóstakrabbamein.

Núna er hún komin til Íslands og mun spila í vörn Breiðabliks í sumar, en þetta ætti augljóslega að vera mikill liðsstyrkur fyrir Blika.

Árið 2021 var Pressley trúlofuð Mörtu, einni bestu fótboltakonu sögunnar, en það slitnaði upp úr sambandi þeirra stuttu síðar.
Athugasemdir
banner
banner