fös 10. mars 2023 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Leó og Nökkvi í tapliðum - Mikilvægur sigur Leuven
Jón Dagur spilaði í sigri Leuven
Jón Dagur spilaði í sigri Leuven
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson og hans menn í Leuven eru í ágætis stöðu í belgísku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið Charleroi, 1-0, í kvöld.

Landsliðsmaðurinn öflugi var í byrjunarliði Leuven í dag og hjálpaði liðinu að landa þessum mikilvæga sigri en hann fór af velli undir lok leiksins.

Leuven er í 9. sæti deildarinnar, einu sæti frá því að komast í meistarariðilinn.

Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði nánast allan leikinn í 1-0 tapi Beerschot gegn Beveren í B-deildinni í Belgíu. Nökkvi fór útaf á 89. mínútu en Beerschot er í 3. sæti meistarariðilsins með 42 stig.

Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn í vörn Slask Wroclaw sem tapaði fyrir Rakow, 4-1, í pólsku úrvalsdeildinni. Slask er í 11. sæti með 29 stig.

Aron Elís Þrándarson kom þá inná sem varamaður á 78. mínútu er OB vann Álaborg, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni. OB er í 7. sæti með 28 stig en Álaborg í næst neðsta sæti með 15 stig. Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er þjálfari Álaborgar.
Athugasemdir
banner
banner
banner