Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 10. mars 2023 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Enginn hefur áhuga á að vera í MOTD
Gary Lineker
Gary Lineker
Mynd: Twitter
Það verður rosalega fróðlegt að sjá hvaða spekingar verða í sjónvarpsþættinum Match of the Day á BBC á morgun en það vill enginn mæta í þáttinn eftir að Gary Lineker var látinn stíga til hliðar vegna ummæla á Twitter.

Lineker tjáði sig um nýja stefnu ríkisstjórnar sem varðar flóttafólk en hann líkti stefnunni við þá sem Þjóðverjar notuðu í kringum seinni heimsstyrjöldina.

Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á ríkisstjórninni og sömuleiðis BBC (breska ríkisútvarpinu) en Lineker var látinn stíga til hliðar vegna brota á reglum sem varða hlutleysi.

Hann mun því ekki stýra þættinum á morgun en það virðist enginn hafa áhuga á að mæta. Ian Wright, sem er yfirleitt með honum í settinu, sýnir samstöðu og mætir ekki og þá hefur Alan Shearer einnig neitað að vera með.

Alex Scott og Mark Chapman, sem eru einnig þáttastjórnendur á BBC, hafa einnig neitað að taka þetta að sér. Jermaine Jenas og Micah Richards eru iðulega gestir í þættinum en þeir áttu ekki að vera á morgun. Þeir sendu samt sem áður frá sér tilkynningu um að þeir hefðu hafnað boðinu.

Það verður því mjög áhugavert að sjá hvort BBC takist að sannfæra einhvern um að vera í þessum ágæta þætti.








Athugasemdir
banner
banner
banner