Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. mars 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær óvænt að halda starfi sínu áfram
Christophe Galtier.
Christophe Galtier.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain ætlar ekki að reka Christophe Galtier, allavega ekki strax.

Enn eitt árið er PSG fallið snemma úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði gegn Bayern München í 16-liða úrslitunum, samanlagt 3-0.

PSG hefur byrjað mjög hægt á þessu tímabili og er liðið búið að falla út úr franska bikarnum og Meistaradeildinni. Það er talað um það að Galtier sé að missa tökin í búningsklefanum en hann fær samt sem áður að halda áfram með liðið. Það verður að teljast nokkuð óvænt þar sem þolinmæðin er ekki mest í París.

Hinn 56 ára gamli Galtier hefur verið gagnrýndur fyrir taktík og ákvarðanir sínar en þrátt fyrir það heldur Goal því fram að hann fái að halda áfram í starfinu.

Galtier tók við PSG fyrir tímabilið eftir að hafa gert góða hluti með Nice. Hann er með liðið á toppi frönsku deildarinnar en það er lágmarkskrafa í París. Það er erfitt að sjá hann stýra liðinu eftir þetta tímabil.

Sjá einnig:
PSG verkefnið gjörsamlega mislukkað - „Hvað eru þeir eiginlega?“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner