Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. mars 2023 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góðar líkur á því að Ronaldo skrái sig á spjöld sögunnar gegn Íslandi
Icelandair
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Það er góður möguleiki á því að Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður allra tíma, muni spila sinn 200. landsleik fyrir Portúgal þegar liðið kemur í heimsókn á Laugardalsvöll þann 20. júní næstkomandi.

Ronaldo er búinn að spila 196 A-landsleiki fyrir Portúgal þessa stundina og hann er ekki hættur.

Ef hann kemur við sögu í öllum mögulegum leikjum fram að leiknum gegn Íslandi, þá verður leikurinn á Laugardalsvelli hans 200. landsleikur. Hann verður þá fyrsti karlmaðurinn til að ná þeim áfanga að spila 200 A-landsleiki eða meira.

Fréttamaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson vakti athygli á þessu í útvarpsþættinum Fótbolti.net um liðna helgi og bætti við að Ronaldo væri búinn að skora 118 mörk. „Hvaða rugl er þetta? Þetta er svo galið," sagði Benedikt um tölfræðina hjá Ronaldo.

Ef Ronaldo spilar einn leik í viðbót með portúgalska landsliðinu þá verður hann leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar í karlafótboltanum. Hann og Bader Al-Mutawa frá Kúveit eru núna jafnir á toppnum með 196 A-landsleiki.
Útvarpsþátturinn - Horft til Bosníu og Heimir Guðjóns gestur
Athugasemdir
banner
banner