fös 10. mars 2023 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held að síðasta púslið sé aldrei komið"
Ómar Ingi hugsi.
Ómar Ingi hugsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Erum að fara sparlega með skrokk sem er með ansi margar mílur á bakinu'
'Erum að fara sparlega með skrokk sem er með ansi margar mílur á bakinu'
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Við vildum reyna koma honum aðeins meira í boltann og þá þurftum við að draga hann aðeins frá pakkanum.
Við vildum reyna koma honum aðeins meira í boltann og þá þurftum við að draga hann aðeins frá pakkanum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Einhverjir leikmenn voru fjarverandi hjá HK í gær þegar liðið mætti Vestra í Lengjubikarnum. Þeir Arnþór Ari Atlason og Oliver Haurits voru ekki með í gær.

„Staðan á hópnum er fín, það eru nokkur hnjaskmeiðsl eftir síðustu tvær vikur en ekkert alvarlegt. Annars er heilsan á hópnum nokkuð góð," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í viðtali eftir leik í gær.

Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, fór af velli seint í leiknum, gat ekki haldið leik áfram.

„Það var aldrei gert ráð fyrir því að hann myndi spili mikið meira en þetta, líkt og á móti Val í síðasta leik. Leifur er að koma sér hægt og rólega af stað. Við erum að fara sparlega með skrokk sem er með ansi margar mílur á bakinu."

Ahmad Faqa lék sinn fyrsta leik með HK, hann er miðvörður sem kom á láni frá AIK í Svíþjóð. Hann lék fyrri hálfleikinn í gær við hlið Leifs Andra.

„Hann kemur vel inn í þetta, ungur flottur strákur sem kemur úr 'professional' umhverfi. Hann hefur verið fljótur að ná til samherja og annað en er ekki búinn að ná mörgum æfingum hjá okkur."

„Hann var kvaddur með einni tæklingu hjá AIK á síðustu æfingunni þar þannig það er aðeins bólga í ökklanum. Það var alltaf ákveðið að hann myndi taka 45 mínútur í dag til að hleypa honum inn á völlinn og í búninginn."


En er hann síðasta púslið?

„Ég held að síðasta púslið sé aldrei komið í þetta, ef eitthvað býðst eða poppar upp - ég, líkt og allir aðrir, lokum ekkert á það. Við verðum að sjá hvað býðst á næstu vikum. Eins og hópurinn lítur út þá erum við nokkuð ánægðir, söknum bara nokkurra meiddra manna."

Marciano Aziz lék á miðsvæðinu hjá HK í leiknum en náði ekki að koma sér oft í nálægð við vítateiginn hjá liði Vestra sem lá aftarlega í leiknum.

„Það hentaði fannst okkur í dag að hafa hann þetta aftarlega til að koma honum oftar á boltann. Það var mikið af Vestramönnum og stutt á milli þeirra í kringum vítateiginn. Við vildum reyna koma honum aðeins meira í boltann og þá þurftum við að draga hann aðeins frá pakkanum og reyna sjá hvort við gætum fundið einhverjar sendingar frá honum þaðan."

Einhverjar sögur voru um að Eyþór Aron Wöhler gæti mögulega farið í HK á láni frá Breiðabliki. Hann blés sjálfur á þær sögusagnir. En eru HK-ingar að skoða framherjamálin?

„Oliver er aðeins stífur aftan í lærinu, erfiður vetur eftir högg á móti Fylki í deildinni í fyrra. Við viljum fara varlega af stað með hann. Hann spilaði 45 mínútur á móti Val og var aðeins stífur eftir sínar fyrstu 45 í langan tíma."

„Það er það sama og með hitt, ef það býðst góður framherji og við ráðum við að taka hann þá skoðum við það líkt og með allar aðrar leikstöður,"
sagði Ómar. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ómar Ingi: Verðum að gera betur ef þessi staða kemur upp
Athugasemdir
banner
banner
banner