fös 10. mars 2023 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Lineker látinn stíga til hliðar - Wright sýnir stuðning og neitar að mæta
Gary Lineker
Gary Lineker
Mynd: Getty Images
Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the Day, hefur verið látinn stíga til hliðar úr starfi eftir ummæli sem hann lét falla á Twitter á dögunum.

Lineker hefur stýrt þættinum í tæp 30 ár en mun ekki gera það um helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega.

Þessi fyrrum leikmaður Barcelona, Leicester og Tottenham gagnrýndi nýja stefnu ríkisstjórnarinnar sem tengjast flóttafólki og líkti henni við stefnu Þjóðverja fyrir síðari heimsstyrjöldina en stefnan er sögð full af kynþáttafordómum og þá ólögleg ofan á það.

Lineker hefur neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum en BBC (Breska ríkisútvarpið) hefur nú látið hann stíga til hliðar vegna brota á reglum sem varða hlutleysi.

Englendingurinn hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og þar á meðal frá Ian Wright, sem er með honum í Match of the Day, en hann ætlar að sýna stuðning sinn í verki með því að sleppa að mæta í þáttinn á morgun.

Samningur Lineker við BBC gildir til 2025 en í yfirlýsingu kemur fram að hann fái ekki að stýra þættinum fyrr en það hefur náð samkomulagi við hann um hvernig skal nota samfélagsmiðla.

„Allir vita hvaða þýðingu Match of the Day hefur fyrir mig en ég hef tilkynnt BBC að ég ætli ekki að vera í þættinum á morgun. Samstaða,“ sagði Wright á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner