banner
   fös 10. mars 2023 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag um De Gea: Get ekki hundsað þessa frammistöðu
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United, átti ekkert sérlega góðan leik þegar United vann 4-1 sigur á Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Það hefur aldrei verið styrkleiki De Gea að spyrna frá marki sínu en honum gekk sérstaklega erfiðlega með það í gær.

Hann var nálægt því að vera valdur af því að Betis kæmist yfir þegar hann sendi boltann beint í fætur leikmanns spænska liðsins sem komst í gegn en boltinn hafnaði í stönginni að lokum.

Erik ten Hag var spurður út í De Gea á fréttamannafundi í dag. „Ég get ekki hundsað þessa frammistöðu."

„En hann hefur gert mjög vel í mörgum leikjum. Ég veit ekki hver ástæðan var fyrir þessu í gær; kannski var það vindurinn, kannski var það öðruvísi bolti... hann mun gera betur á sunnudaginn. Við erum að vinna í þessu, David er að vinna í þessu."

Ten Hag vill spila úr öftustu línu en það eru sögur um að United ætli að endursemja við De Gea þrátt fyrir erfiðleika hans að koma boltanum frá sér. Það er spurning hvort þessi frammistaða hans í gær muni hafa einhver áhrif á að United geri samning við hann.

Sjá einnig:
„19 mánaða sonur minn er betri sendingarmaður en David De Gea"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner