Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. mars 2023 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Von á yfirlýsingu frá Vestra vegna Nicolaj Madsen
Lengjudeildin
Davíð Smári fór yfir stöðuna á hópnum og ýmislegt annað í viðtalinu.
Davíð Smári fór yfir stöðuna á hópnum og ýmislegt annað í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vonandi verður hann kominn á fullt með okkur í æfingaferðinni á Spáni
Vonandi verður hann kominn á fullt með okkur í æfingaferðinni á Spáni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það á eftir að koma í ljós með Niko, það kemur yfirlýsing frá klúbbnum hvað það varðar
Það á eftir að koma í ljós með Niko, það kemur yfirlýsing frá klúbbnum hvað það varðar
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það hafa margir sagt að það hafi stundum vantað effort hjá okkur og miðað við tvo síðustu leiki á undan er ég sammála því, en það var ekki í dag
Það hafa margir sagt að það hafi stundum vantað effort hjá okkur og miðað við tvo síðustu leiki á undan er ég sammála því, en það var ekki í dag
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er alveg ánægður með hópinn, við erum svo sem ekki alveg búnir, þurfum aðeins að bæta við okkur. Það verður að koma í ljós hvar það verður en ég er mjög ánægður með framlagið í liðinu. Það hafa margir sagt að það hafi stundum vantað hjá okkur og miðað við tvo síðustu leiki á undan er ég sammála því, en það var ekki í dag," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, í viðtali eftir leikinn gegn HK í Lengjubikarnum í dag.

Kemur yfirlýsing frá Vestra varðandi Madsen
Nicolaj Madsen hefur verið einn allra besti leikmaður Lengjudeildarinnar undanfarin tvö tímabil en hann og Nacho Gil voru fjarverandi í gær.

Í gær vantaði þá Nacho Gil og Nicolaj Madsen. „Nacho fór í aðgerð í byrjun febrúar og vonandi verður hann kominn á fullt með okkur í æfingaferðinni á Spáni. Það á eftir að koma í ljós með Nico, það kemur yfirlýsing frá klúbbnum hvað það varðar."

Þetta svar Davíðs vekur athygli. Nicolaj, sem er 34 ára Dani, er skráður með samning við Vestra út tímabilið í sumar.

Gefur auga leið
Davíð var spurður hvort hann væri að skoða að fá inn markvörð. Í síðustu viku var Aron Snær Friðriksson orðaður við Vestra en það nýjasta í þeim efnum er að Aron taki slaginn með KR í sumar og berjist við Simen Lillevik Kjellevold um aðalmarkvarðarstöðuna.

„Við erum alltaf að skoða að styrkja liðið, eins og ég segi þá verður að koma í ljós hvar það verður. Við erum auðvitað bara með einn markmann þannig það gefur auga leið að okkur vanti markmann."

Hálfgerð 'mentality monster'
Nú eru um tveir mánuðir í að Lengjudeildin hefjist, hvað er það sem Davíð langar að gera með Vestra?

„Fyrst og fremst langar mig að ná góðri byrjun á mótinu. Mér finnst það hafa vantað hjá Vestra, finnst byrjunin aldrei hafa verið nógu góð og menn hafa verið tilbúnir með afsakanir hvað það varðar. Ég get fullyrt að það hafa fá lið æft jafnvel og við. Auðvitað höfum við æft öðruvísi (takmörkuð aðstaða) og það sést á okkar leik núna. Við höfum ekki getað búið til virkilega flott taktískt upplegg en við getum búið til hálfgerð 'mentality monster' og það er það sem við fengum að sjá frá okkar liði í dag."

„Við höfum æft í gulum, rauðum og appelsínugulum viðvörunum, ég er bara ánægður með það. Við höfum ekki sleppt einni æfingu í allan vetur síðan ég tók við."


Takmörkuð aðstaða og erfitt að flytja á Ísafjörð
Ellefu erlend nöfn voru á skýrslu hjá Vestra í gær. Í vetur hafa Íslendingarnir Benedikt Warén og Elvar Baldvinsson gengið í raðir til félagsins. Hafa margir aðrir Íslendingar sagt nei?

„Við höfum talað við marga íslenska leikmenn og reynt að styrkja hópinn með íslenskum leikmönnum. En það er bara eins og það er, mönnum finnst erfitt að flytja á Ísafjörð."

„Fyrst og fremst værum við til í að styrkja liðið okkar af heimamönnum, en það er gríðarlega erfitt að búa til heimamenn þegar við höfum enga aðstöðu til þess. Ef ég myndi segja við alla unga leikmenn í HK að þeir mættu bara æfa aðra hverja viku þá væri nú ekki mikil framleiðsla fyrir meistaraflokkinn hérna, ég held að það gæfi auga leið. Vonandi verður aðstaðan bætt og vonandi á komandi árum náum við að bæta við ungum og uppöldum leikmönnum frá Vestra."


Það skiptir mig mestu máli
Davíð var næst spurður út í fyrstu mánuðina hjá sér persónulega fyrir vestan. „Mér líður alveg ofboðslega vel þarna og vel tekið á móti mér. Mér finnst leikmenn svara mér og hlusta á mig, það er það sem skiptir mig mestu máli. Við þurfum að búa til alvöru kjarna og þurfum að búa til alvöru stemningu. Mér finnst við vera á góðri leið með að gera það," sagði þjálfarinn.

Sjá einnig:
Davíð Smári: Lítum á þetta sem góða æfingu við toppaðstæður
Davíð Smári um Kórdrengi: Gríðarlega sorglegt og hefur haft leiðinleg áhrif
Davíð Smári: Lítum á þetta sem góða æfingu við toppaðstæður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner