Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Murphy glímdi við kókaínfíkn eftir ferilinn
Murphy tekur vítaspyrnu fyrir Fulham.
Murphy tekur vítaspyrnu fyrir Fulham.
Mynd: Getty Images
„Þegar maður hafði ekki fótboltann þá sköpuðust stór vandamál," segir hinn 47 ára gamli Danny Murphy, fyrrum landsliðsmaður Englands.

Hann lék fyrir Crewe Alexandra, Liverpool, Charlton Athletic, Tottenham, Fulham og Blackburn Rovers áður en hann lagði skóna á hilluna 2013.

Í nýju hlaðvarpsviðtali viðurkennir Murphy að hafa orðið háður kókaíni eftir að ferlinum lauk.

„Það kom kafli þar sem ég notaði kókaín og reykti gras. Ég gat hhinsvega alveg lifað án áfengis. Ég gat alveg verið í kringum fólk sem var að drekka og sleppt því að fá mér sjálfur," segir Murphy.

„Ég var um tíma háður kókaíni, mér fannst ég ekki geta gert neitt án þess. Sem var náttúrulega vitleysa. Neyslan jókst og náði á endanum taki á mér."

Murphy segist hafa fengið stuðning, farið í meðferð og sagt skilið við kókaínneysluna sem hann hafi leitað í þar sem hann fann fyrir tómleikatilfinningu eftir að fótboltaferlinum lauk. Hann starfar í dag sem sparkspekingur fyrir BBC og útvarpsstöðina TalkSport.
Athugasemdir
banner
banner