Klukkan 19:00 á morgun tekur KR á móti ÍBV á AVIS-vellinum í Laugardal. Sá leikur er liður í 6. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn átti upprunalega að hefjast klukkan 17:00. Ölduspáin er betri þegar líður á laugardaginn. Eyjamenn fara með Herjólfi á leikdegi, og er líklegt að það sé ástæðan fyrir færslu leiksins.
Fjórir leikir fara fram á morgun, dagskráin hefst með leik Vestra og Aftureldingar klukkan 14:00, KR mætir ÍBV klukkan 19:00 og klukkan 19:15 eru tveir leikir. ÍA heimsækir Val og Stjarnan tekur á móti Fram.
Leikur Stjörnunnar og Fram átti að fara fram á sunnudagskvöldið en var flýtt um sólarhring þar sem Stjarnan tekur á móti Tindastóli á sunnudagskvöldið í úrslitaeinvígi Bónus deildarinnar í körfubolta.
Fjórir leikir fara fram á morgun, dagskráin hefst með leik Vestra og Aftureldingar klukkan 14:00, KR mætir ÍBV klukkan 19:00 og klukkan 19:15 eru tveir leikir. ÍA heimsækir Val og Stjarnan tekur á móti Fram.
Leikur Stjörnunnar og Fram átti að fara fram á sunnudagskvöldið en var flýtt um sólarhring þar sem Stjarnan tekur á móti Tindastóli á sunnudagskvöldið í úrslitaeinvígi Bónus deildarinnar í körfubolta.
Á sunnudag tekur KA á móti Breiðabliki klukkan 17:30 og Víkingur fær FH í heimsókn klukkan 19:15.
6. umferðin
laugardagur 10. maí
14:00 Vestri-Afturelding (Kerecisvöllurinn)
19:00 KR-ÍBV (AVIS völlurinn)
19:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Stjarnan-Fram (Samsungvöllurinn)
sunnudagur 11. maí
17:30 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. FH | 18 | 6 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 22 |
8. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
9. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
10. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
11. Afturelding | 18 | 5 | 5 | 8 | 21 - 27 | -6 | 20 |
12. ÍA | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 39 | -19 | 16 |
Athugasemdir