De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allir starfsmenn PSG fá mjög góðan bónus
Nasser Al-Khelaifi.
Nasser Al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nasser Al-Khelaifi, eigandi Paris Saint-Germain, hefur skrifað bréf til allra 600 starfsmanna félagsins þar sem hann býður þeim frían miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok mánaðarins.

PSG fór með sigur af hólmi í einvígi sínu gegn Arsenal og mun mæta Inter í úrslitaleiknum.

Hver einasti starfsmaður mun fá frían miða á leikinn ásamt fríu ferðalagi til München þar sem leikurinn fer fram.

Hver starfsmaður mun einnig fá hluta af verðlaunafénu sem er vanalega bara fyrir leikmenn.

„Við erum stolt að vera ein fjölskylda sem er fulltrúi Parísar og Frakklands á stóra sviðinu," sagði Al-Khelaifi í bréfi sínu til starfsmanna.
Athugasemdir
banner
banner