De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðræður Bayern um Wirtz á lokastigi
Florian Wirtz.
Florian Wirtz.
Mynd: EPA
Bayern München hefur tekið forystuna í baráttunni um Florian Wirtz, leikmann Bayer Leverkusen.

Frá þessu segir Independent en Manchester City og Real Madrid hafa líka sýnt þessum hæfileikaríka leikmanni áhuga. Hjá Independent kemur fram að viðræður séu á lokastigi.

Leverkusen vill helst ekki selja leikmanninn til Bayern en þangað langar Wirtz mest að fara.

Man City hefur horft á Wirtz sem mögulegan arftaka fyrir Kevin de Bruyne en núna er útlit fyrir að þeir þurfi að leita annað.

Kaupverðið kemur til með að vera í kringum 150 milljónir evra fyrir Wirtz sem hefur komið að 20 mörkum í þýsku Bundesligunni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner