
„Við erum mjög svekkt, við gáfum mikið í þetta og í síðustu leikjum gegn Breiðablik og Þrótti. Við gáfum mikið í þessa leiki, það er eitt af því góða sem hægt er að segja um okkar leikmenn, þær gefast aldrei upp," sagði svekktur John Andrews eftir 1-2 tap á heimavelli gegn Fram í kvöld.
„Þetta voru tvö "crazy" mörk, ég held að Fram hafi átt þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk, vel gert hjá þeim. Vel gert hjá Óskari og stelpunum."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Fram
„Hlutirnir eru bara ekki að falla með okkur þessa stundina. Nú þurfum við að fara að byrja að safna stigum og það er enginn betri hópur til þess að gera það en þessi hér. Auðvitað erum við svekkt en við gáfum okkar besta í kvöld og á öðrum degi hefðum við getað skorað 4-5 mörk, en það bara féll ekki með okkur í dag."
Víkingur mætir Þrótti í bikarnum á mánudaginn, en þær töpuðu naumlega fyrir þeim 29. apríl s.l. „Nú þegar bikarinn er að hefjast þá getum við tekið smá pressu af deildinni og bara notið okkar á Avis vellinum," sagði John Andrews.
Nánar er rætt við John Andrews í spilaranum hér fyrir ofan.