Chelsea er komið í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Djurgarden.
Chelsea mætir Real Betis í úrslitunum þann 28. maí í Póllandi. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, spilaði á sínum tíma með Sevilla og það er mikil hlökkun í honum að mæta Betis.
Chelsea mætir Real Betis í úrslitunum þann 28. maí í Póllandi. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, spilaði á sínum tíma með Sevilla og það er mikil hlökkun í honum að mæta Betis.
„VIð höfum 20 daga til að undirbúa okkur fyrir úrslitin, á undan því eigum við þrjá úrslitaleiki í úrvalsdeildinni. Ég er ánægður að mæta Betis, sérstaklega því þetta er gegn Manuel Pellegrini. Hann er einn af feðrum mínum í faginu," sagði Maresca.
„Ég spilaði fyrir Sevilla í fjögur ár, það er mikill rígur þarna á milli. Ég skoraði gegn þeeim og við unnum 1-0, ég veit að þeir eru ekki hrifnir af mér."
Athugasemdir