Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Sigurvins sjötugur í dag - „Okkar dáðasti sonur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Góð húfa.
Góð húfa.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Sigmundur Ó. Steinarsson
Mynd: Sigmundur Ó. Steinarsson
Í dag fagnar Ásgeir Sigurvinsson sjötugsafmæli en Ásgeir er einn allra besti fótboltamaður í sögu Íslands. Hann er Eyjamaður og er ÍBV á meðal hans fyrrum félaga sem óskar sínum manni til hamingju með daginn. Eyjamenn segja hann sinn dáðasta son.

Ásgeir lék með ÍBV, Standard Liege, Bayern München og Stuttgart á sínum ferli. Þá lék hann 45 landsleiki og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var þjálfari Fram árið 1993 og svo íslenska landsliðsins 2003-2005.

Á heimasíðu Stuttgart í dag er birt grein um Ásgeir. Þar segir meðal annars:

„Framúrskarandi tækni, nákvæmar sendingar, mikill hlaupavilji og hættulegur fyrir framan mark andstæðinganna. Búinn þessum hæfileikum heillaði Ásgeir Sigurvinsson aðdáendur á Neckarstadion í Stuttgart og þýska boltans í heild sinni í átta ár. Íslenski landsliðsmaðurinn er enn talinn einn besti leikstjórnandi sem hefur klæðst treyjunni með rauða bringu borðanum."

Hann varð bikarmeistari með ÍBV 1972, belgískur bikarmeistari 1981, þýskur bikarmeistari 1982 og vann þýsku deildina 1984. Hann var valinn í úrvalsið þýsku deildarinnar hjá Kicker tímabilið 1983-84 og 1985-86. Hann skoraði alls 119 mörk á atvinnumannaferlinum samkvæmt Transfermarkt.

Fótbolti.net óskar Ásgeiri til hamingju með stórafmælið.




Athugasemdir
banner
banner