Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 09. maí 2025 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Lengjudeildin
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum á brattann að sækja allan leikinn. Þeir voru með yfirhöndina sem var það sem við reiknuðum með. Settum skemmtilega pressu á þá á fyrstu mínútunum og áttum dauðafæri eftir tvær mínútur og það hefði verið ljúft að sjá þann bolta inni.“
Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari liðs Selfoss eftir 2-0 tap þeirra gegn Fylki á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Selfoss

Fyrstu mínútur leiksins voru fjörugar líkt og Bjarni segir og fengu bæði lið hörkufæri í blábyrjun leiks. Fylkismenn tóku leikinn þó yfir fljótlega og stýrðu leiknum að lang mestu leyti. Bjarni er þó ósáttur við fyrsta mark þeirra í leiknum.

„Maður er hrikalega ósáttur við markið sem þeir skora í fyrri hálfleik. Það var klárlega leikbrot áður sem við erum búnir að skoða fram og til baka. Hann bara lemur hann í andlitið og hvort sem það er óvart eða ekki er það klárt leikbrot. Sigur Fylkismanna var auðvitað sanngjarn en það var margt allt í lagi í okkar leik.“

Fylkismenn höfðu tögl og haldir eftir upphafsmínútur leiksins og hleyptu liði gestanna því sem næst ekkert upp völlinn á löngum köflum.

„Mér fannst við hleypa þeim of mikið í gegnum okkur í fyrri hálfleik. Svo vantaði kannski örlítin kjark að stíga aðeins á boltann og það er bara hlutur sem við erum að vinna í. Þetta fer bara í reynslubankann og það var klárlega munur á getu þessara liða en við vitum það að fótbolti er allavega.“

Bjarni er reyndari en flestir þegar kemur að þjálfun á Íslandi og á að baki langan og farsælan feril. Hann var því ekkert að kippa sér upp við veðuraðstæður í kvöld en öll flóran var til sýnis í Árbænum í kvöld allt frá sólskini yfir í dimm él.

„Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár. Maður er öllu vanur og þetta er nú ekki það versta sem maður hefur lent í. “
Athugasemdir
banner