Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fös 09. maí 2025 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Lengjudeildin
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum á brattann að sækja allan leikinn. Þeir voru með yfirhöndina sem var það sem við reiknuðum með. Settum skemmtilega pressu á þá á fyrstu mínútunum og áttum dauðafæri eftir tvær mínútur og það hefði verið ljúft að sjá þann bolta inni.“
Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari liðs Selfoss eftir 2-0 tap þeirra gegn Fylki á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Selfoss

Fyrstu mínútur leiksins voru fjörugar líkt og Bjarni segir og fengu bæði lið hörkufæri í blábyrjun leiks. Fylkismenn tóku leikinn þó yfir fljótlega og stýrðu leiknum að lang mestu leyti. Bjarni er þó ósáttur við fyrsta mark þeirra í leiknum.

„Maður er hrikalega ósáttur við markið sem þeir skora í fyrri hálfleik. Það var klárlega leikbrot áður sem við erum búnir að skoða fram og til baka. Hann bara lemur hann í andlitið og hvort sem það er óvart eða ekki er það klárt leikbrot. Sigur Fylkismanna var auðvitað sanngjarn en það var margt allt í lagi í okkar leik.“

Fylkismenn höfðu tögl og haldir eftir upphafsmínútur leiksins og hleyptu liði gestanna því sem næst ekkert upp völlinn á löngum köflum.

„Mér fannst við hleypa þeim of mikið í gegnum okkur í fyrri hálfleik. Svo vantaði kannski örlítin kjark að stíga aðeins á boltann og það er bara hlutur sem við erum að vinna í. Þetta fer bara í reynslubankann og það var klárlega munur á getu þessara liða en við vitum það að fótbolti er allavega.“

Bjarni er reyndari en flestir þegar kemur að þjálfun á Íslandi og á að baki langan og farsælan feril. Hann var því ekkert að kippa sér upp við veðuraðstæður í kvöld en öll flóran var til sýnis í Árbænum í kvöld allt frá sólskini yfir í dimm él.

„Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár. Maður er öllu vanur og þetta er nú ekki það versta sem maður hefur lent í. “
Athugasemdir