Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 09. maí 2025 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Lengjudeildin
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum á brattann að sækja allan leikinn. Þeir voru með yfirhöndina sem var það sem við reiknuðum með. Settum skemmtilega pressu á þá á fyrstu mínútunum og áttum dauðafæri eftir tvær mínútur og það hefði verið ljúft að sjá þann bolta inni.“
Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari liðs Selfoss eftir 2-0 tap þeirra gegn Fylki á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Selfoss

Fyrstu mínútur leiksins voru fjörugar líkt og Bjarni segir og fengu bæði lið hörkufæri í blábyrjun leiks. Fylkismenn tóku leikinn þó yfir fljótlega og stýrðu leiknum að lang mestu leyti. Bjarni er þó ósáttur við fyrsta mark þeirra í leiknum.

„Maður er hrikalega ósáttur við markið sem þeir skora í fyrri hálfleik. Það var klárlega leikbrot áður sem við erum búnir að skoða fram og til baka. Hann bara lemur hann í andlitið og hvort sem það er óvart eða ekki er það klárt leikbrot. Sigur Fylkismanna var auðvitað sanngjarn en það var margt allt í lagi í okkar leik.“

Fylkismenn höfðu tögl og haldir eftir upphafsmínútur leiksins og hleyptu liði gestanna því sem næst ekkert upp völlinn á löngum köflum.

„Mér fannst við hleypa þeim of mikið í gegnum okkur í fyrri hálfleik. Svo vantaði kannski örlítin kjark að stíga aðeins á boltann og það er bara hlutur sem við erum að vinna í. Þetta fer bara í reynslubankann og það var klárlega munur á getu þessara liða en við vitum það að fótbolti er allavega.“

Bjarni er reyndari en flestir þegar kemur að þjálfun á Íslandi og á að baki langan og farsælan feril. Hann var því ekkert að kippa sér upp við veðuraðstæður í kvöld en öll flóran var til sýnis í Árbænum í kvöld allt frá sólskini yfir í dimm él.

„Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár. Maður er öllu vanur og þetta er nú ekki það versta sem maður hefur lent í. “
Athugasemdir
banner
banner