Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fös 09. maí 2025 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Lengjudeildin
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum á brattann að sækja allan leikinn. Þeir voru með yfirhöndina sem var það sem við reiknuðum með. Settum skemmtilega pressu á þá á fyrstu mínútunum og áttum dauðafæri eftir tvær mínútur og það hefði verið ljúft að sjá þann bolta inni.“
Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari liðs Selfoss eftir 2-0 tap þeirra gegn Fylki á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Selfoss

Fyrstu mínútur leiksins voru fjörugar líkt og Bjarni segir og fengu bæði lið hörkufæri í blábyrjun leiks. Fylkismenn tóku leikinn þó yfir fljótlega og stýrðu leiknum að lang mestu leyti. Bjarni er þó ósáttur við fyrsta mark þeirra í leiknum.

„Maður er hrikalega ósáttur við markið sem þeir skora í fyrri hálfleik. Það var klárlega leikbrot áður sem við erum búnir að skoða fram og til baka. Hann bara lemur hann í andlitið og hvort sem það er óvart eða ekki er það klárt leikbrot. Sigur Fylkismanna var auðvitað sanngjarn en það var margt allt í lagi í okkar leik.“

Fylkismenn höfðu tögl og haldir eftir upphafsmínútur leiksins og hleyptu liði gestanna því sem næst ekkert upp völlinn á löngum köflum.

„Mér fannst við hleypa þeim of mikið í gegnum okkur í fyrri hálfleik. Svo vantaði kannski örlítin kjark að stíga aðeins á boltann og það er bara hlutur sem við erum að vinna í. Þetta fer bara í reynslubankann og það var klárlega munur á getu þessara liða en við vitum það að fótbolti er allavega.“

Bjarni er reyndari en flestir þegar kemur að þjálfun á Íslandi og á að baki langan og farsælan feril. Hann var því ekkert að kippa sér upp við veðuraðstæður í kvöld en öll flóran var til sýnis í Árbænum í kvöld allt frá sólskini yfir í dimm él.

„Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár. Maður er öllu vanur og þetta er nú ekki það versta sem maður hefur lent í. “
Athugasemdir
banner
banner