David Moyes, stjóri Everton, hefur sett í forgang að næla í framherja í sumar.
Sky Sports greinir frá því að félagið hafi mikinn áhuga á að fá Richarlison aftur til félagsins. Það var rætt að reyna fá hann á láni frá Tottenham síðasta vetur en það varð ekkert úr því.
Sky Sports greinir frá því að félagið hafi mikinn áhuga á að fá Richarlison aftur til félagsins. Það var rætt að reyna fá hann á láni frá Tottenham síðasta vetur en það varð ekkert úr því.
Moyes er mjög hrifinn af brasilíska sóknarmanninum sem var í fjögur ár hjá Everton og skoraði 53 mörk í 152 leikjum áður en hann gekk til liðs við Tottenham árið 2022.
Everton gæti reynt að fá hann á láni í sumar en hann hefur lent í miklum meiðslavandræðum hjá Tottenham. Kaupmöguleiki gæti verið innifalinn í samningnum ef hann spilar ákveðið marga leiki fyrir Everton.
Miklar breytingar gætu verið á hópnum hjá Everton í sumar en fimmtán leikmenn eru að renna út á samningi þar á meðal leikmenn sem eru á láni. Samningur Dominic Calvert-Lewin er að renna út en hann hefur mikið verið frá vegna meiðsla.
Athugasemdir