De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 11:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot: Ákveðið félag sem gerir mikið af þessu
Slot og Trent.
Slot og Trent.
Mynd: EPA
Mbappe fór á frjálsri sölu frá PSG til Real síðasta sumar.
Mbappe fór á frjálsri sölu frá PSG til Real síðasta sumar.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, ræddi um félagaskipti Trent Alexander-Arnold án þess að staðfesta að hann væri að fara til Real Madrid. Hann gerði það þó nánast af því hann sagði: „þú getur séð á brosi mínu að við vitum báðir hvert hann er að fara," við blaðamann þegar hann var spurður hvort Trent gæti farið snemma til Real til að spila á HM félagsliða.

Trent er að fara á frjálsri sölu til spænsku risanna og hafði Slot sitthvað um það að segja.

„Það er ekki hægt að neita því að þetta (að menn fari á frjálsri sölu) er að gera meira núna en áður."

„Ef ég man rétt þá gerist þetta mikið hjá ákveðnu félagi sem fær marga inn á frjálsri sölu, en þú sérð þetta ekki mikið hjá öðrum stórum félögum."

„Þetta hefur gerst nokrum sinnum núna, en ég sé léka mikið af leikmönnum fara á háar upphæðir í hverjum glugga."

„Þetta gæti verið einhver þróun! Sjáum til hvað gerist, ég get ekki spáð fyrir um það,"
sagði Slot.

Síðasta sumar fékk Real Madrid Kylian Mbappe á frjálsri sölu, Antonio Rudiger sumarið 2022, David Alaba 2021. EInvherjar kenningar eru um að Real Madrid sé að planta fræi hjá William Saliba, varnarmanni Arsenal, að félagið hafi áhuga og horfi í að geta fengið hann á afslætti þar sem Arsenal gæti séð fyrir sér að Saliba fari annars á frjálsri sölu 2027.
Athugasemdir
banner