De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 11:25
Elvar Geir Magnússon
Víkingar opna Lárustofu formlega
Láru Herbjörnsdóttir.
Láru Herbjörnsdóttir.
Mynd: Víkingur
Fyrir leik Víkings og Fram í Bestu deild kvenna sem fram fer í kvöld verður Lárustofa opnuð formlega á Heimavelli Hamingjunnar.

Lárustofa er félagsaðstaða undir stúkunni þar sem stuðningsmenn geta komið saman og farið yfir málin. Hún er nefnd í höfuðið á Láru Herbjörnsdóttur sem var einn allra harðasti stuðningsmaður Víkings en hún lést 2012.

„'Amma Víkingur' mætti á völlinn og studdi félagið sama hvernig gengi liðsins var enda skiptir öllu máli að styðja sitt félag sama hvort með eða á móti blási," segir í tilkynningu Víkings.

„Knattspyrnudeild Víkings er það mikill heiður að fjölskylda Láru verður viðstödd opnunina í kvöld og við hvetjum alla Víkinga nær og fjær að koma í Hamingjuna kl. 17:30 í kvöld. Við hlökkum til að eiga þessa stund saman þegar Lárustofa fær loksins nafnið sitt og minning einstakrar félagskonu verður heiðruð."

Hér má sjá viðtal við Láru sem mbl.is tók árið 2008. Lára hafði munninn svo sannarlega fyrir neðan nefið og var heldur betur sannspá um gengi félagsins í nánustu framtíð.


Athugasemdir
banner
banner