De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 09. maí 2025 21:52
Baldvin Már Borgarsson
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þór vann 4-1 útisigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn litaðist af veðrinu sem var margbreytilegt en á stórum köflum var éljagangur og rok.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, mætti með sína menn í Þór og sótti þrjú stig. Hann segir að tilfinningin sé frábær.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 Þór

„Okkur var slátrað hérna í fyrra og það er góð tilfinning að fara héðan með þrjú stig og hitta allt það góða fólk sem er hérna," sagði Siggi eftir leikinn.

Þórsarar voru komnir tveimur mörkum yfir eftir níu mínútur og skoruðu þriðja markið á 20. mínútu. Öflug byrjun liðsins við erfiðar aðstæður skóp þennan sigur.

„Við mættum með rosa kraft og náðum að klekkja á þeim til að byrja með og gerðum það vel. Leikurinn litast af glötuðum aðstæðum, veðrið er ekki gott. Vindurinn kom og fór og þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Þetta var 'grind' eins og sagt er á góðri íslensku, þetta var 'grind' sem við hefðum ekki gert í fyrra."

„Mögulega hentaði þetta okkur og leikplaninu okkar betur en þeim. Við tókum þetta á hörku, baráttu og hlaupum og gerðum það mjög vel."

Í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Siggi meðal annars um dómgæsluna, stöðuna á liðinu sínu og byrjunina á deildinni en Þór er með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Athugasemdir
banner
banner
banner