De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Arteta: Liverpool á skilið að fá heiðursvörð
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest að sínir menn munu standa heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool áður en liðin mætast á sunnudag.

„Þeir eiga það skilið. Þeir eru búnir að vera betra lið, þeir hafa sýnt stöðugleika. Þjálfarateymið hefur gert magnaða hluti," segir Arteta.

„Þeir eiga þetta algjörlega skilið. Svona eru íþróttirnar. Þegar einhver er betri en þú þarftu að viðurkenna það og reyna að gera betur."

Eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni sagði Arteta að Arsenal hefði verið besta lið keppninnar og hann stendur við þau ummæli sín.

„Ég hef horft á þetta aftur, séð alla tölfræðina. Við erum með bestu tölfræðina og bestu markatöluna í undanúrslitum svo þetta er alveg ljóst," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner