De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal hefur viðræður við Saliba
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: EPA
Arsenal vonast til að loka á sögusagnir um framtíð William Saliba með því að gera við hann nýjan samning. Viðræður við kappann eru núna hafnar.

Frá þessu greinir The Athletic en núgildandi samningur hans rennur út árið 2027.

Saliba hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid síðustu mánuði og alveg ljóst að spænska stórveldið hefur mikinn áhuga á franska miðverðinum.

Arsenal hefur engan áhuga á því að missa miðvörðinn og er Andrea Berta, nýr yfirmaður fótboltamála hjá Lundúnafélaginu, byrjaður að ræða við umboðsmenn Saliba.

Það er ekki enn komið tilboð á borðið hjá Saliba en það mun koma á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner