De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea og Man Utd fylgjast með ódýru ungstirni hjá Barca
Barcelona vann Evrópukeppni unglingaliða.
Barcelona vann Evrópukeppni unglingaliða.
Mynd: EPA
Chelsea og Manchester United hafa bæði verið að fylgjast með Juan Hernandez Torres á þessu tímabili. Það er Sky Sports sem greinir frá.

Bæði félög íhuga aðvirkja 5 milljón punda riftunarákvæði í samningi leikmannsins sem verður 18 ára í júlí.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem er hluti af U19 landsliði Spánar. Hann hefur verið lykilmaður í U19 liði Barcelona sem vann Evrópukeppni unglingaliða á þessu tímabili. Hernandez skoraði sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn AZ Alkmaar.

Stefna Chelsea og United er að reyna fá til sín bestu ungu leikmenn heims og planið hjá Chelsea gæti verið að lána Hernandez strax til systurfélagsins Strasbourg í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner