De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 12:21
Elvar Geir Magnússon
Blaðamenn kusu Salah bestan með sögulegum yfirburðum
Mohamed Salah, framherji Liverpool.
Mohamed Salah, framherji Liverpool.
Mynd: EPA
Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni af samtökum fótboltablaðamanna.

Salah skoraði 28 mörk og átti 18 stoðsendingar þegar Liverpool innsiglaði enska meistaratitilinn. Hann setti met yfir aðkomu að mörkum á einu tímabili.

Ofan á þetta skoraði Salah þrjú mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Liverpool komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Nýlega skrifaði þessi 32 ára leikmaður undir nýjan tveggja ára samning og verður á Anfield til 2027.

Salah fékk 90% atkvæða í kjörinu og er þetta öruggasti sigur á þessari öld. Félagi hans hjá Liverpool, Virgil van Dijk, varð í öðru sæti og Alexander Isak hjá Newcastle í þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner