Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Sheffield með annan fótinn í úrslitin
Mynd: EPA
Bristol City 0 - 3 Sheffield Utd
0-1 Harrison Burrows ('45 , víti)
0-2 Andre Brooks ('73 )
0-3 Callum O'Hare ('79 )
Rautt spjald: Rob Dickie, Bristol City ('45)

Sheffield United er komið með annan fótinn í úrslit um sæti í úrvalsdeildinni eftir sigur á Bristol City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í kvöld.

Harrison Burrows kom Sheffield yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Rob Dickie, varnarmaður Bristol, reif Kiieffer Moore inn í teignum og fékk rautt spjald. Liam Manning, þjálfari Bristol, var ekki sáttur með dóminn en þetta var verðskuldað.

Andre Brooks bætti öðru markinu við þegar hann fékk boltann eftir fyrirgjöf frá Burrows. Það var síðan Callum O'Hare sem innsiglaði sigur Sheffield sem er komið í ansi góða stöðu fyrir seinni leikinn í Sheffield 12. maí.

Sunderland og Coventry mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner