De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 09:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alonso nálgast Real Madrid
Mynd: EPA
Það lítur út fyrir að Xabi Alonso, stjóri Leverkusen, sé alltaf að færast nær og nær því að taka við Real Madrid. Svo segir allavega Ítalinn Fabrizio Romano.

Hann segir að Alonso sé tilbúinn að segja já við Real og sé svo klár að taka við félaginu um leið og búið er að ganga frá viðskilnaðnum við Leverkusen.

Real Madrid þarf líka að ganga frá sínum málum gagnvart Carlo Ancelotti, núverandi stjóra liðsins.

Leverkusen er einnig sagt vera að gefa í þegar kemur að leit að arftaka Alonso þar sem hann er tilbúinn að fara. Hann gerði Leverkusen að tvöföldum meisturum í Þýskalandi í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner