De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Giménez og Pulisic snéru leiknum við
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Milan 3 - 1 Bologna
0-1 Riccardo Orsolini ('49)
1-1 Santi Gimenez ('73)
2-1 Christian Pulisic ('79)
3-1 Santi Gimenez ('93)

AC Milan og Bologna áttust við í afar spennandi slag í Evrópubaráttu efstu deildar ítalska boltans og var staðan markalaus eftir jafnan og tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Riccardo Orsolini tók forystuna fyrir gestina með glæsilegu einstaklingsframtaki snemma í síðari hálfleik og hélt Bologna forystunni þar til Santi Giménez og Christian Pulisic létu til sín taka.

Giménez kom inn af bekknum ásamt Kyle Walker og Samuel Chukwueze og tóku heimamenn að sækja meira í kjölfarið. Pulisic lagði jöfnunarmarkið upp fyrir Giménez á 73. mínútu og skoraði svo sjálfur sex mínútum síðar til að snúa leiknum við.

Milan var með 2-1 forystu allt þar til í uppbótartíma þegar Chukwueze var með frábæran undirbúning fyrir Giménez eftir góða skyndisókn til að innsigla sigurinn. Lokatölur 3-1.

Bologna er ennþá fyrir ofan Milan í baráttunni um Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir af deildartímabilinu, en þetta var þriðji sigurinn í röð hjá Milan sem á enn möguleika á Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner