Dregið var í 32-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins, bikarkeppni neðri deildarliða, á X-inu í dag.
Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin en Víðir vann fyrstu keppnina og varð síðan Selfoss meistari á síðasta ári eftir að hafa unnið KFA 3-1 á Laugardalsvelli.
KFA fær Augnablik í heimsókn í 32-úrslitum, en Selfoss verður eðlilega ekki með þar sem liðið fór upp í Lengjudeildina á síðasta ári.
KFG og Víðir, sem mættust einmitt í úrslitum árið 2023, mætast á Samsung-vellinum.
Alls eru þrír 2. deildarslagir í 32-liða úrslitunum en Grótta og Dalvík/Reynir eigast við auk þess sem Haukar mætar Ægismönnum.
Leikdagar í 32-liða úrslitum eru 24. – 25. júní.
Drátturinn:
KF - Álftanes
KFA - Augnablik
Víkingur Ó. - Elliði
KFG - Víðir
KV - Hvíti riddarinn
Haukar - Ægir
Tindastóll - Árborg
Hamar - Kári
Grótta - Dalvík/Reynir
Reynir S. - Hafnir
KFS - Vængir Júpiters
Ýmir - KH
Höttur/Huginn - KÁ
ÍH - Þróttur V.
Sindri - Árbær
Magni - Kormákur/Hvöt
Athugasemdir