Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 14:08
Brynjar Ingi Erluson
Amanda hollenskur bikarmeistari - Sædís með stoðsendingu í sigri
Kvenaboltinn
Amanda Andradóttir varð bikarmeistari með Twente í dag
Amanda Andradóttir varð bikarmeistari með Twente í dag
Mynd: Twente
Sædís Rún hefur komið að fjórum mörkum í síðustu tveimur leikjum
Sædís Rún hefur komið að fjórum mörkum í síðustu tveimur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir varð hollenskur bikarmeistari með Twente í dag eftir að liðið vann PSV Eindhoven, 2-1, í úrslitum á Sparta-leikvanginum í Rotterdam.

Íslenska landsliðskonan er á fyrsta tímabili sínu með Twente en hún kom til félagsins frá Val á síðasta ári.

Hún kom inn af bekknum stundarfjórðungi fyrir leikslok og átti þátt í að landa bikarmeistaratitlinum.

Þetta er í fjórði bikarmeistaratitillinn í sögu Twente og annar titilinn á síðustu þremur árum.

Amanda getur unnið tvöfalt næstu helgi er liðið mætir AZ Alkmaar i lokaumferð deildarinnar. Liðið er með 54 stig á toppnum, eins og PSV, en með betri markatölu.

Hlín spilaði í sigri gegn West Ham - Sædís áfram í stuði

Hlín Eiríksdóttir átti innkomu af bekknum er Leicester City vann West Ham, 4-2, í WSL-deildinni.

Hún spilaði síðustu tíu mínútur leiksins en Dagný Brynjarsdóttir var ekki með West Ham í dag.

Leicester er í 10. sæti með 20 stig en West Ham í sætinu fyrir ofan með 23 stig.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir byrjuðu báðar hjá Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við topplið Fortuna Hjörring í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sterkt stig hjá Bröndby sem er enn í baráttu um Evrópusæti en liðið er með 34 stig í 3. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sunneva Hrönn SIgurvinsdóttir byrjaði hjá FCK sem vann Álaborg, 3-2, í fallriðli dönsku B-deildarinnar. FCK er á toppnum með 11 stig.

Sædís Rún Heiðarsdóttir heldur áfram að vera í essinu sínu hjá Vålerenga en hún lagði upp þriðja mark liðsins í 4-0 sigri á Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni.

Vålerenga er í 3. sæti með 21 stig eftir níu umferðir, tveimur stigum frá toppnum.


Athugasemdir
banner