Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þessir eru líklegastir til að vinna Ballon d'Or
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: EPA
Það er alltaf áhugavert að hugsa til þess hvaða leikmaður muni vinna Ballon d'Or verðlaunin - sem veitt eru besta leikmanni heims ár hvert - þetta árið. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu líklega ekki fá fleiri slík verðlaun og þá er Rodri, núverandi handhafi verðlaunanna, að glíma við meiðsli.

Samkvæmt Goal er Ousmane Dembele, kantmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að fá verðlaunin þessa stundina.

Dembele hefur leikið stórkostlega fyrir PSG á tímabilinu en það voru einhverjir búnir að afskrifa þennan leikmann fyrir nokkru síðan. PSG er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og ef franska félagið vinnur keppnina, þá er hann líklegur til að fá verðlaunin.

Lamine Yamal og Raphinha hjá Barcelona koma næst en það hjálpaði þeim ekki að komast ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, og Mohamed Salah, kantmaður Liverpool, eru í fjórða og fimmta sæti listans sem má sjá hér fyrir neðan.

HM félagsliða, sem fer fram í sumar, gæti haft eitthvað með þessi verðlaun að segja en búið er að stækka þá keppni verulega.


Athugasemdir
banner