De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leny Yoro fékk að hitta átrúnaðargoðið sitt
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: EPA
Leny Yoro, varnarmaður Manchester United, fékk að hitta átrúnaðargoðið sitt eftir sigur á Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Yoro er varnarmaður en þegar hann var yngri þá leit hann upp til portúgalska kantmannsins Nani sem lék lengi fyrir Man Utd.

Nani var á leiknum í gær og fékk Yoro mynd með honum þegar búið var að flauta til leiksloka.

„Ég var vængmaður þegar ég var yngri og var með sömu klippingu og hann. Fólk kallaði mig Nani," sagði Yoro nýverið.

„Ég var frekar góður kantmaður. Ég reyndi að spila eins og hann."

Hér fyrir neðan má sjá myndina af þeim félögum.


Athugasemdir
banner