De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 12:28
Elvar Geir Magnússon
Alonso hættir hjá Leverkusen (Staðfest) - Öll vötn renna til Madrídar
Alonso tekur væntanlega við Real Madrid.
Alonso tekur væntanlega við Real Madrid.
Mynd: EPA
Xabi Alonso er að hætta sem þjálfari Bayer Leverkusen en þetta staðfesti hann á fréttamannafundi rétt í þessu.

„Félagið og ég höfum náð samkomulagi um að þeir tveir leikir sem eru eftir á tímabilinu verði mínir síðustu hjá Bayer Leverkusen. Nú er rétti tímapunkturinn," segir Alonso sem vill þó ekki ræða framtíðina að svo stöddu.

Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hann sé með munnlegt samkomulag um að taka við Real Madrid.

Alonso tilkynnti leikmönnum sínum um stöðu mála fyrir æfingu í morgun. Leverkusen hefur verið á frábærri vegferð undir stjórn Alonso og vann þýska meistaratitilinn á síðasta tímabili. Þann fyrsta í sögu félagsins.

„Ég hef alltaf átt gott og hreinskilið samtal við stjórnina. Það eru vissulega tilfinningar í þessu en þetta er besta stundin til að tilkynnta þetta."

Líklegt er að Real Madrid fari titlalaust út úr þessu tímabili og framtíð Carlo Ancelotti hefur verið mikið í umræðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner