Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   fös 09. maí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Lengjudeildin
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Ógeðslega sætt, það er það eina sem ég get sagt" sagði Liam Daði Jeffs hetja Þróttara í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins.

Keflavík er álitið meðal sigurstranglegri liðum deildarinnar svo það var virkilega sterkt að koma á erfiðan útivöll og sækja öll þrjú stigin.

„Mjög sterkt. Við vitum alveg að við getum unnið þetta lið. Við tókum þá á Þróttaravellinum í fyrra 3-2 og gerðum jafntefli líka við þá í fyrra þannig við höfum alla burði og getu til þess að vinna þetta lið og þessi stærri lið"

Aðstæðurnar í Keflavík í dag voru erfiðar en hvernig var tilfiningin inni á vellinum?

„Mjög góð. Við settum leikinn upp bara þannig að 'match-a' baráttuna þeirra og við gerðum það klárlega fannst mér"

Þróttarar fengu nokkur færi í leiknum áður en Liam Daði Jeffs kom inná en hver voru skilaboðin frá Venna áður en hann kom inn?

„Settu boltann í netið. Það var ekkert flóknara en það" 

Nánar er rætt við Liam Daða Jeffs í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 9 5 4 0 12 - 4 +8 19
2.    Njarðvík 9 4 5 0 21 - 9 +12 17
3.    HK 9 5 2 2 17 - 9 +8 17
4.    Þór 9 4 2 3 20 - 17 +3 14
5.    Þróttur R. 9 4 2 3 16 - 15 +1 14
6.    Völsungur 9 4 1 4 15 - 19 -4 13
7.    Keflavík 8 3 3 2 15 - 9 +6 12
8.    Grindavík 8 3 2 3 22 - 19 +3 11
9.    Leiknir R. 9 2 2 5 10 - 22 -12 8
10.    Fylkir 9 1 4 4 10 - 14 -4 7
11.    Fjölnir 9 1 3 5 11 - 19 -8 6
12.    Selfoss 9 2 0 7 6 - 19 -13 6
Athugasemdir