De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 10. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Liðsfélagar Orra þurfa sigur í Madríd
Mynd: EPA
35. umferð spænska deildartímabilsins heldur áfram í dag með nokkrum áhugaverðum leikjum, þar sem Valencia getur reynt að lauma sér í Evrópubaráttuna eftir að hafa verið stærsta hluta tímabilsins í kringum fallsvæðið.

Carlos Corberán var ráðinn sem nýr þjálfari Valencia um jólin og hefur honum tekist að snúa hrikalega gengu aðalliðsins við.

Evrópubaráttulið Celta Vigo, Villarreal og Mallorca mæta svo til leiks í dag áður en Atlético Madrid fær Real Sociedad í heimsókn. Atlético siglir lygnan sjó í þriðja sæti deildarinnar en Orri Steinn Óskarsson og félagar í liði Sociedad þurfa á sigri að halda í Evrópubaráttunni.

Orri verður þó ekki með í slagnum vegna vöðvameiðsla sem héldu honum einnig frá keppni í síðasta leik.

Leikir dagsins
12:00 Valencia - Getafe
14:15 Celta - Sevilla
16:30 Girona - Villarreal
16:30 Mallorca - Valladolid
19:00 Atletico Madrid - Real Sociedad
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
8 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
9 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner