Las Palmas 0 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Alvaro Garcia ('64)
0-1 Alvaro Garcia ('64)
Las Palmas var að tapa þriðja deildarleiknum sínum í röð í La Liga, efstu deild spænska boltans.
Þetta tap kemur sér illa fyrir liðið í fallbaráttunni, þar sem Las Palmas er í fallsæti sem stendur - þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.
Las Palmas tók á móti Rayo Vallecano og skoraði Álvaro García eina mark leiksins á 64. mínútu. Leikurinn sjálfur var tíðindalítill en gestirnir í liði Rayo voru betri og verðskulduðu að fara með sigur af hólmi.
Þetta gæti reynst afar dýrmætur sigur fyrir Rayo sem er í harðri baráttu um Evrópusæti. Liðið er í Evrópudeildarsæti sem stendur, þó aðeins einu stigi fyrir ofan Celta Vigo sem á leik til góða.
Athugasemdir