De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yoro: Þegar leikmaður eins og hann gefur þér ráð þá verður þú að taka það
Yoro fagnar með liðsfélögum sínum eftir þriðja mark liðsins, sem Rasmus Höjlund skoraði, í gær.
Yoro fagnar með liðsfélögum sínum eftir þriðja mark liðsins, sem Rasmus Höjlund skoraði, í gær.
Mynd: EPA
Leny Yoro er á sínu fyrstu tímabili með Manchester United eftir að hafa verið keyptur frá Lille síðasta sumar. Yoro er 19 ára Frakki sem hefur átt góð augnablik og slæm á þessu tímabili, eins og á við um flesta leikmenn United í vetur. Hann byrjaði tímabilið meiddur en hefur spilað mikið síðustu mánuði.

Hann ræddi við fjölmiða eftir sigur United á Athletic Bilbao í gær. Yoro var á kafla duglegur að brjótast út úr öftustu línu og taka þátt í sóknarleik liðsins.

„Ég ræði mikið við þjálfarann og ég hef talað við Rio (Ferdinand) - ekki bara fyrir framan myndavélarnar," sagði sá franski í gær.

„Stundum gefa þeir mér ráð. Þegar leikmaður eins og Rio gefur þér ráð þá verður þú að taka það."

Yoro er meðvitaður um mikilvægi þess að vinna Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þann 21. maí.

„Þegar þú spilar fyrir Man Utd þá finnur þú fyrir þessu - þetta er félag sem snýst um titla."

„Það er mikilvægt að hugsa um það. Við erum Manchester United og við þurfum að vinna titla,"
sagði miðvörðurinn.
Athugasemdir
banner