Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Vestra og Aftureldingar: Arnór Borg á bekknum
Vestri tekur á móti Aftureldingu
Vestri tekur á móti Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már
Magnús Már
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri tekur á móti Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar karla klukkan 14:00 á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag og eru byrjunarlið beggja liða klár.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Afturelding

Vestramenn hafa fagnað góðri byrjun á mótinu og nælt í tíu stig úr fyrstu fimm leikjunum og hefur gengið Aftureldingar ekki verið mikið síðra, en liðið hefur sótt sjö stig á fyrsta tímabili sínu í efstu deild.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, er ekkert að breyta sigurliði. Hann gerir í raun aðeins eina breytingu á hópnum en Arnór Borg Guðjohnsen er í hóp í fyrsta sinn síðan hann kom á láni frá FH.

Sömu sögu má segja af liði Aftureldingar sem vann Stjörnuna, 3-0, í síðustu umferð. Magnús Már Einarsson gerir enga breytingu á liðinu.

SIgurpáll Melberg Pálsson kemur hins vegar á bekkinn, en liðin má sjá hér fyrir neðan.


Vestri:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
8. Daði Berg Jónsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall

Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason
20. Benjamin Stokke
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
2.    Víkingur R. 5 3 1 1 10 - 4 +6 10
3.    Breiðablik 5 3 1 1 10 - 8 +2 10
4.    KR 5 1 4 0 15 - 10 +5 7
5.    ÍBV 5 2 1 2 6 - 7 -1 7
6.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
7.    Fram 5 2 0 3 10 - 9 +1 6
8.    Valur 5 1 3 1 8 - 9 -1 6
9.    Stjarnan 5 2 0 3 7 - 10 -3 6
10.    ÍA 5 2 0 3 5 - 9 -4 6
11.    FH 5 1 1 3 8 - 8 0 4
12.    KA 5 1 1 3 6 - 14 -8 4
Athugasemdir
banner
banner