Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou: Þess vegna er maður að þessu
Mynd: EPA
Tottenham mætir Man Utd í úrslitum Evrópudeildarinnar eftir öruggan sigur á Bodö/Glimt. Liðið vann fyrri leikinn 3-1 og fór til Noregs í kvöld og vann 2-0.

„Ég gæti ekki verið stoltari af strákunum. Við vissum að það væri erfitt að koma hingað. Við vissum af árangrinum þeirra hérna og vellinum, strákarnir höndluðu þetta vel. Ég er spenntur fyrir úrslitaleiknum," sagði Ange Postecoglou eftir leikinn.

Postecoglou var ánægður með stuðninginn frá stuðningsfólki liðsins í kvöld.

„Þess vegna er maður að þessu. Maður veit hvað þetta félag hefur verið að reyna lengi. Stjórar og leikmenn koma og fara en stuðningsfólkið er alltaf hérna. Það voru 400 af þeim hér í kvöld og mögulega komu fleiri og miklu fleiri voru heima. Vonandi gefum við þeim eitthvað til að brosa yfir," sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner