Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte mikill aðdáandi Grealish
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Jack Grealish virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Manchester City og gæti hann yfirgefið félagið í sumar.

Grealish hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá City á tímabilinu en hann var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Aston Villa fyrir nokkrum árum.

Núna segir The Sun frá því að Antonio Conte, stjóri Napoli, sé mikill aðdáandi Grealish.

Conte telur að Grealish myndi styrkja Napoli mikið og gæti hjálpað liðinu að berjast um sigur í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Grealish er sagður opinn fyrir því að yfirgefa Man City í sumar og spurning hvort Ítalía sé hans næsti áfangastaður.
Athugasemdir
banner
banner