
Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.
Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Þróttur R.
„Þetta var gríðarlega sætt" sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir sigurinn í kvöld.
„Þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Ekki margt líkt við það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir. Við erum búnir að æfa í sex mánuði og ræða ýmis málefni eins og taktík og hvernig á að spila, senda á milli manna og svo kemur maður allt í einu hérna í rok, rigningu og vonlaust gras og þá snýst þetta auðvitað bara um kænsku, frekju og einhverskonar heppni líka"
Þróttur fékk nokkur fín færi í leiknum og meðal annars eitt nánast fyrir opnu marki sem fór forgörðum svo það var mjög sætt fyrir Þrótt að ná inn sigurmarki svona seint og fara heim með öll stigin.
„Það var æðislegt. Það kom líka svolítið á óvart. Það er svo klassískt minni í fótbolta að ef þú klikkar á færunum þínum að þér er refsað. Aron fær tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og svo þetta færi sem þú ert að tala um, algjört dauðafæri þannig við erum komnir í 3-0 finnst mér í dauðafærum á móti Keflavík"
„Þá er mjög klassíkt minni að hitt liðið refsi þér en þetta var mjög sætt og bara æðislegt mark líka. Miðað við aðstæður þá var þetta ótrúlega fallegt mark. Geggjaður kross frá Viktori Andra og frábærlega slúttað hjá Liam með skalla sem við erum búnir að marg æfa"
Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson þjáfara Þróttara í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 2 | +3 | 4 |
2. Fylkir | 2 | 1 | 1 | 0 | 3 - 1 | +2 | 4 |
3. ÍR | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
5. Keflavík | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 - 2 | +1 | 3 |
6. Selfoss | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 3 | -1 | 3 |
7. HK | 2 | 0 | 2 | 0 | 2 - 2 | 0 | 2 |
8. Njarðvík | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. Leiknir R. | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 5 | -3 | 1 |
10. Grindavík | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
11. Völsungur | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 1 | -1 | 0 |
12. Fjölnir | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |