Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, verður ekki með KR þegar liðið tekur á móti ÍBV í 6. umferð Bestu deildarinnar á AVIS vellinum annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00.
„Hann æfði í dag, kláraði æfinguna en er ekki að fara spila á morgun," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net. Aron meiddist á æfingu með KR í aðdraganda leiksins gegn Breiðabliki og var ekki með í þeim leik.
„Hann æfði í dag, kláraði æfinguna en er ekki að fara spila á morgun," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net. Aron meiddist á æfingu með KR í aðdraganda leiksins gegn Breiðabliki og var ekki með í þeim leik.
Óskar sagði þá frá því að þeir Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason væru komnir aftur eftir U16 landsliðsverkefni. Þeir voru á UEFA móti og spiluðu þrjá leiki með U16 á síðustu dögum, byrjuðu báðir tvo þeirra. Þjálfarinn sagði þá að Guðmundur Andri Tryggvason væri klár í að vera í hópnum.
Guðmundur Andri hefur ekki spilað síðan í bikarsigrinum gegn KÁ en þá fór hann af velli í hálfleik.
Miðvörðurinn Birgir Steinn Styrmisson er hins vegar frá vegna meiðsla. „Staðan á honum er svolítið óljós, það er smá óvissuástand með hann. Hann tognaði og hefur verið á sama stað í tíu daga sem er svolítið óþægilegt," segir Óskar.
KR er með sjö stig eftir fimm umferðir, alveg eins og ÍBV. Liðin mætast svo aftur á AVIS vellinum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudag.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. FH | 18 | 6 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 22 |
8. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
9. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
10. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
11. Afturelding | 18 | 5 | 5 | 8 | 21 - 27 | -6 | 20 |
12. ÍA | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 39 | -19 | 16 |
Athugasemdir