Ásgeir Helgi Orrason, varnarmaður Breiðabliks, var aðeins með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Samfélagsmiðlastjarnan Arnar Laufdal spáir í leikina sem eru framundan. Arnar hefur farið á kostum í að sjá um samfélagsmiðaefni fyrir Breiðablik en hann er einnig leikmaður Augnabliks í 3. deildinni.
Samfélagsmiðlastjarnan Arnar Laufdal spáir í leikina sem eru framundan. Arnar hefur farið á kostum í að sjá um samfélagsmiðaefni fyrir Breiðablik en hann er einnig leikmaður Augnabliks í 3. deildinni.
Fulham 1 - 2 Everton (14:00 á laugardag)
Með þeirri óskhyggju að litla Everton endi fyrir ofan Manchester United þá fer þessi leikur 1-2 fyrir þeim bláklæddu og það verður dramatík í lokin þar sem Everton skora sigurmark í uppbótartíma.
Ipswich 0 - 3 Brentford (14:00 á laugardag)
Þægilegur útisigur hjá Býflugunum þar sem að Schade - Wissa og Mbuemo skora allir eitt mark. Villi Neto fer galvaskur inn í laugardagskvöldið.
Southampton 0 - 4 Man City (14:00 á laugardag)
Mest easy tveir í heiminum. Southampton ekkert eðlilega lélegir.
Wolves 2 - 1 Brighton (14:00 á laugardag)
Wolves verið Á djöfulsins siglingu síðustu vikur að brenna hvert skipið Á fætur öðru og þeir taka sterkan heimasigur á aumum Brighton mönnum.
Bournemouth 1 - 3 Aston Villa (16:30 á laugardag)
Frábær skemmtun seinni partinn á laugardaginn sem endar með rosalegum sigri Villa í þessari baráttu þeirra um Meistaradeildarsætið
Newcastle 2 - 0 Chelsea (11:00 á sunnudag)
Freyr Snorra og co í Chelsea samfélaginu ennþá þunnir eftir þetta magnaða Evrópuævintýri og fá magaskell á St. James’ Park.
Man Utd 2 - 0 West Ham (13:15 á sunnudag)
Hræðilega boring leikur en sé fyrir mér einhvern ósannfærandi sigur hjá United þar sem Bruno mun allavega skora úr víti. Endar 2-0.
Nottingham Forest 2- 0 Leicester (13:15 á sunnudag)
Næsta mál.
Tottenham 1 - 3 Crystal Palace (13:15 á sunnudag)
Enn eitt uppistandið sem Tottenham mun bjóða upp á þetta tímabilið. Mateta og Eze verða með sýningu í þessum Lundúnarslag.
Liverpool 2 - 0 Arsenal (15:30 á sunnudag)
Ekki fræðilegur að Liverpool séu að fara tapa tveimur leikjum í röð í deildinni. Verður fallegt að sjá brandarakallinn Arteta taka heiðursvörð fyrir leik. Arsenal munu aldrei skora í þessum leik og mínir menn sigla þessu þægilega í höfn á endanum. Salah og Diaz með mörkin.
Fyrri spámenn:
Hrannar Snær (7 réttir)
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Gauti (6 réttir)
Kristján Atli (5 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Kári Kristjáns (4 réttir)
Kjartan Kári (4 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Ásgeir Helgi (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |
Athugasemdir