Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea fær tækifæri til að skrifa söguna
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lokaumferð tímabilsins í efstu deild kvenna á Englandi fer fram í hádeginu í dag og er Chelsea þegar búið að tryggja sér titilinn, þann sjötta í röð.

Chelsea fær þó tækifæri til að skrifa söguna í dag þegar liðið tekur á móti Liverpool í lokaumferðinni. Með sigri þar eða jafntefli verður Chelsea fyrsta liðið í sögu efstu deildar kvenna til að fara í gegnum heilt 22-leikja tímabil taplaust. Líkt og karlalið Arsenal gerði tímabilið 2003-04, nema að þar voru leikirnir 38 talsins.

Kvennalið Arsenal fór taplaust í gegnum enska deildartímabilið 2012 en þá voru aðeins 8 þátttakendur í deildinni og 14 leikir spilaðir á tímabilinu. Manchester City afrekaði slíkt hið sama 2016, en þá voru 9 félagslið skráð til leiks og því 16 leikir spilaðir í heildina. Chelsea fór svo taplaust í gegnum tímabilið 2017-18 þegar 10 lið tóku þátt.

„Við erum mjög ánægðar með að vera búnar að tryggja okkur titilinn en við fáum núna tækifæri til að skrifa söguna með því að fara ósigraðar í gegnum tímabilið," segir Sonia Bompastor, sem tók við Chelsea síðasta sumar og hefur átt magnað fyrsta tímabil við stjórnvölinn.

Liðið er búið að vinna deildina og deildabikarinn og mætir Manchester United í úrslitaleik FA bikarsins. Chelsea datt þó úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir stór töp gegn Barcelona.

„Við eigum ennþá tvo mikilvæga leiki eftir á tímabilinu. Fyrst getum við klárað deildartímabilið án taps og síðan getum við tryggt okkur ensku þrennuna. Við vitum að við munum ekki fá neitt gefins í þessum leikjum, það er mikilvægt fyrir stelpurnar að halda einbeitingu og leysa þessi verkefni af fagmennsku.

„Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að fara í gegnum heilt tímabil ósigruð. Þetta verður líklega í fyrsta og eina skiptið á ferlinum sem ég afreka það,"
hélt Bompastor áfram, en hún var við stjórnvölinn hjá franska stórveldinu Lyon áður en hún var ráðin til Chelsea.

„Ef við horfum á karlaboltann þá er það alltaf sögulegt þegar liði tekst að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. Það vita allir að karlalið Arsenal fór í gegnum heilt tímabil ósigrað, fólk talar stöðugt um það enn í dag. Þetta er svakalegt afrek. Við erum svo nálægt því að skrifa okkur á spjöld sögunnar að eilífu. Þetta er eitthvað sem börnin okkar munu tala um."
Athugasemdir
banner
banner